Hátíð í 7. bekk!

23. nóvember

7. bekkur mynd

Mikil hátíð var haldin í 7. bekk síðastliðinn föstudag þegar í ljós kom að bekkurinn var hæstur yfir landið á samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku. Það er ekki síst glæsilegt þar sem við verjum hluta skóladags í að kenna fleiri fög en almennt gerist (t.d. tungumál og hönnun/vísindi).

Mörgum þykir erfitt að átta sig á hæfnieinkunn í samræmdum prófum en þar er líka önnur tala sem er raðeinkunn. Þar er einkunnum nemenda raðað frá 0 – 100, og meðaltalið þá 50. Nemendum í 4. bekk gekk líka ágætlega og voru þau yfir landsmeðaltali.  

Við óskum 7. bekk og kennurum þeirra til hamingju! 

Á degi íslenskrar tungu!

16. nóvember 2020

Dagur isl tungu3

Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

Skólinn er að bæta við bókakost sinn þessa dagana og munu árgangastjórar á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi fara á bókamarkaðinn í Hörpu sem nú stendur yfir. Þó við búum nálægt góðum bókasöfnum er mikilvægt að hér sé gott úrval.

Börnin á yngsta stigi fengu sinn skammt nú á dögunum og glöddust mjög..

Hera árgangastjóri yngsta stigs fékk það skemmtilega hlutverk að kaupa bækurnar fyrir börnin  og sagði að það hefði verið svo gaman að sjá einlæga gleði barnanna þegar þau fengu að lesa og skoða nýju bækurnar.

Hólfaskipting í Landakotsskóla

9. nóvember 2020

landakotskoli Large1

Frá 3. - 17. nóvember munum við hólfaskipta skólanum í þrennt eins og áður en innan hólfanna verða minni hópar sem mega ekki blandast. Nemendur fara út í frímínútur og hópar leika sér á ákveðnum svæðum og fara ekki samtímis inn úr frímínútum. Kennarar fara ekki á milli litahólfanna til að kenna. 

Gult svæði: fimm ára, 1. - 4. bekkur og 5. bekkur.

Bleikt svæði: 6. bekkur, 7. bekkur og B hópur og C hópur.

Grænt svæði: A og K hópur og 8. -10. bekkur og D1 og D2 hópar.

Þetta þýðir breytingar á stundaskrá nemenda auk eftirfarandi breytinga:

  • Nemendur fá nestispakka í heimastofur frá Matartímanum í hádeginu. 
  • Ekki verður val á unglingastigi og engir klúbbar verða eftir kl. 14 á miðstigi þar sem nemendur blandast milli bekkja.
  • Nemendur þurfa að ganga inn um ákveðna innganga sem eru næstir þeirra heimastofum og á mismunandi tímum.
  • Nemendur munu ekki blandast milli hólfa í frímínútum né á milli hópa innan hólfanna.
  • Ekki verður sund eða íþróttir í KR.
  • Kennsla í sérgreinum mun riðlast og sumir fá meira af einu fagi og minna af öðru á meðan á þessu stendur.

Með þessu fyrirkomulagi vonumst við til þess að þurfa ekki að loka öllum skólanum og hefja fjarnám ef smit kemur upp.
                          Með góðum kveðjum,
                          Ingibjörg skólastjóri.