AI-lum­inati vann bikar fyrir bestu liðsheildina í First Lego Leage

KRI lego vinningslid 221119 007 2048x1108
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir. 

Lið Landakotsskóla, AI-lum­inati vann einn af fjórum bikurum sem veittir eru í foritunarkeppninni First Lego Leage sem fram fór í Háskólabíó og laugardaginn 19. nóvember sl. Bikarinn fengu þau fyrir bestu liðsheildina (CORE VALUES/grunngildi). Grunngildin eru, Uppgötvun/Discovery, nýsköpun /Innovation, áhrif/Impact, þátttaka/Inclusion, teymisvinna/Teamwork, skemmtun/Fun.  Sinead Aine Mc Carron hefur kennt hópnum sem er skipaður eftirfarandi dugnaðarforkum;  Alfred Ása Davíðssyni, Bríet Jóhönnu Arnarsdóttur, Cal Lee Cash-Peterson, Magnúsi Finn Þórðarsyni, Muhammad Shayan Ijaz Sulehria, Oddnýju Áslaugu Kjartansdóttur, Oliwiu Julia Guz og Simón Zarate Eggertsson. Til hamingju öll! 

Þema keppninnar í ár var "Ofurkraftar" (e. Superpowered) 

17 lið úr grunnskólum landsins tóku þátt. Keppn­in, sem er í um­sjón Há­skóla Íslands hér á landi, er hald­in í nánu sam­starfi við grunn­skóla lands­ins. Hún hef­ur verið fast­ur viðburður um ára­bil en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem þátt­tak­end­ur koma sam­an til keppni.  

Keppn­inni var skipt í fjóra hluta. Meðal verk­efna kepp­enda var að for­rita vél­menni úr tölvu­stýrðu Legói til að leysa til­tekna þraut sem teng­ist áskor­un þessa árs. Þá áttu kepp­end­ur að vinna ný­sköp­un­ar­verk­efni sem teng­ist orku­mál­um í þeirra eig­in nærsam­fé­lagi. Enn frem­ur þurftu keppn­isliðin að gera grein fyr­ir því hvernig þau hanna og for­rita vél­mennið og loks horfði dóm­nefnd keppn­inn­ar sér­stak­lega til liðsheild­ar.

https://vimeo.com/event/2611022/embed/bc76d55844

https://firstlego.is/keppnin/myndir-2022/

Velkomin til Íslands hlaut Skrekkstunguna

  Skrekkur 2   skrekkur 3

Landakotsskóli hlaut sérstök íslenskuverðlaun á úrslitakvöldi hæfileikahátíðar reykvískra unglinga fyrir atriðið Velkomin til Íslands sem fjallaði um hvernig það er að koma til nýs lands og kunna ekki tungumálið.  

Íslenskuverðlaun Skrekkstungan voru nú veitt í fyrsta sinn. Rökstuðningur dómnefndar: Atriði Landakotsskóla þótti sýna skapandi tjáningu á íslensku, sló eign sinni á íslenska tungu og dregur fram jákvæð viðhorf til íslensku og málræktar. 18 nemendur úr öllum bekkjum unglingadeildar tóku þátt í Skrekk.  

Skrekkstunguna fær það atriði sem þykir skara fram úr í skapandi notkun á íslensku. Markmið verðlaunanna er að styðja við jákvæð viðhorf gagnvart íslensku og draga fram möguleika íslensku í skapandi starfi. Bókmenntaborg og Miðja máls og læsis standa að verðlaununum. Eiríkur Rögnvaldsson var formaður dómnefndar, @Aleksandra Kozimala fyrir hönd Miðju máls og læsis og Kjartan Már Ómarsson fyrir hönd Bókmenntaborgar. 

Við óskum nemendum, Guy Stewart leiklistarkennara, Sigríði Ölmu íslenskukennara og Ágústi aðstoðarkennara til hamingju með þennan flotta árangur.

Hér er hægt að horfa á atriðið Velkomin til Íslands 

Listir og enska “Double (Y)Our Lessons in English”

listamadur2   spide
LISTAMAÐUR                                                              KÓNGULÓARVEFUR

Landakotsskóli hefur sl. þrjú ár tekið þátt í Erasmus verkefninu “Double (Y)Our Lessons in English” þar sem hugmyndafræði CLIL (Content and Language Integrated Learning) hefur verið höfð að leiðarljósi. Þátttökulönd auk Íslands eru Búlgaría, Grikkland og Serbía.

Nemendur á yngsta stigi í Landakotsskóla hafa lært ensku í gegnum myndlist.

Myndlistartímarnir eru nýttir til að þróa tungumálakunnáttu. Nemendur taka þátt í verkefnum sem tengjast þemum sem þeir eru að læra með umsjónarkennurum sínum. Í ensku og myndlist læra þau ensk orð í kringum þessi verkefni.

Sem dæmi má nefna að nemendur í 3. bekk læra um geiminn og skoða list og hugmyndir sem tengjast geimnum og ókönnuðum svæðum á þessari plánetu. Verkefnin gefa nemendum tækifæri til umræðna í smærri hópum t.d. um abstrakt listaverk þar sem nemendur velta fyrir sér tilfinningalegum viðbrögðum sínum við verkunum og aðrir nemendur lýsta litum og formum í málverkunum.

Í 2. bekk læra nemendur um íslenska fugla á ensku. Við skoðum fugla og listaverk af fuglum eftir ýmsa listamenn, þar á meðal Helga Þorgils Friðjónsson. Nemendum gefst kostur á að ræða hugmyndir um fugla, flug og landslag og loftslag. Við skoðum einnig verk Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson og ræðum íslenska fugla þeirra.

Kennslan fylgir ákveðinni rútínu og því fylgir endurtekning orðaforða. Í öllum kennslustundum læra nemendur að lýsa á ensku verkfærum og tækjum sem þeir nota og ræða verkferla og tækni, til dæmis þegar unnið er með ull og þæfingu er talað um kindina, áferð ullarinnar, hitastig vatnsins og umhverfisáhrif ýmissa miðla og starfshætti. Við höfum unnið með 2D og 3D miðla og nemendur hafa fengið að kynnast tilheyrandi orðaforða.

Unnið er með orðalista og skissubækur

1. Nemendur skrá ensk orð í skissubækur og nota teikningar til útskýringa.

2. Nemendur búa til orðalista 5 – 10 orð eftir aldri.

Sýningar með verkum nemenda hafa verið haldnar í tengslum við Barnamenningarhátíð í Perlunni og víðar. Nánari lýsing og verk eftir nemendur má skoða hér: Enska og listir - “Double (Y)Our Lessons in English”

Bæklingur um verkefnið “Double (Y)Our Lessons in English” hér: á íslensku - english

8. 11. 2022 Anna Guðrún verkefnastjóri og Louise Hazell A Harris ART and English teacher.