Fréttasafn

Frábær árangur í stærðfræðikeppni

Frábær árangur í stærðfræðikeppni

14.04.2024

Iris Björk Þórbergsdóttir meðal efstu í stærfræðikeppni MR

Iris í 10. bekk Landakotsskóla stóð sig með ágætum í stærðfræðikeppni Menntaskólans í Reykjavík. Hún lenti í 7. sæti af 153 keppendum nemenda úr 10. bekk.

Þess má geta að einungis munaði einu stigi á milli hennar og þeirra sem sem lentu í 5.-6. sæti. Skólinn er afar hreykinn af frammistöðu Irisar og við óskum henni hjartanlega til hamingju með framúrskarandi árangur.

Viðurkenningar voru afhentar við hátíðlega athöfn í MR í dag, sunnudag. Þessi keppni hefur fengið afar jákvæðar undirtektir og hún hefur fest sig í sessi í skólastarfinu.

Það er Einar Guðfinnsson, fagstjóri í stærðfræði hjá MR, sem heldur utan um keppnina fyrir hönd menntaskólans en það var Höskuldur Marselíusarson stærðfræðikennari í Landakotsskóla, sem hélt utan um fulltrúa skólans okkar í keppninni. 

Tilgangur menntaskólans með þessari keppni er að auka samstarf við hverfisskólana og aðra grunnskóla og efla þannig áhuga nemenda á stærðfræði.

Íris við verðlaunaafhendingu ásamt öðrum vinningshöfum keppninnar (5. frá vinstri).

Engin ummæli enn
Leit