Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

24. júní 2020

Forritarar FramtíðarinnarSmall

Í vor sóttum við í Landakotsskóla um styrk til Forritara framtíðarinnar til að efla forritunarkennslu innan skólans. Okkur til mikillar gleði fengum við úthlutað tölvubúnaði; alls 15 notaðar borðvélar, skjáir, mýs og lyklaborð. Forritarar framtíðarinnar er sjóður sem stofnaður var 2014 með þann tilgang að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Hollvinir sjóðsins í ár eru RB, Landsbankinn, CCP, Össur, Íslandsbanki og Webmo design: https://forritarar.is/

Sjálfsmyndir í textíl

11. júní 2020

Nemendur í 9-10. bekk í textílvali máluðu sjálfsmynd og útfærðu hana síðan með frjálsum útsaum í textílverk. Hægt er að skoða hverja með því að smella á myndina.

 

Skólaslit 9. júní

5. júní 2020

landakotskoli Large

Skólaslit Landakotsskóla verða þriðjudaginn 9. júní.

Útskrift 10. bekkjar verður í Neskirkju kl. 13:00 og kaffisamsæti í safnaðarheimilinu.

Skólaslit 5 ára til 9. bekkjar.

Allir mæta í skólann kl. 8:30-12:00 fyrir utan útskriftarárganginn.

Vorhátíð Landakotsskóla verður haldin úti á skólalóðinni í bland við skólaslit frá kl. 8:30 – 12:00 fyrir 5 ára til 9. bekk.

5 ára, 1.,2., 3., 4., og 5. bekkur munu hefja daginn með því að hitta umsjónarkennara sinn í skólastofunni og fá vitnisburð afhentan (kl. 8:30) og fara síðan út og taka þátt í vorhátíðinni til kl. 12:00.

6., 7., 8., og 9. bekkur tekur þátt í vorhátíðinni frá kl. 8:30-11:30 og fara þá inn í skólastofuna til að hitta umsjónarkennara sinn og fá þá vitnisburð afhentan.

Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir.

End of school will be Tuesday June 9th.

The 10th grade graduation ceremony will be held in Neskirkja at 13:00 and a celebration will be in the congregation hall.

K-D1 group.

Landakotsskóli Spring Festival will take place outside from 8:30 am - 12:00 pm for K-9th grade.

The K, A, and B groups will meet their teacher at 8:30 og then spend the rest of the day outside.

The C1, C2 and D groups will stay outside at 8:30-11:30  they will meet their teacher in the classroom at 11:30 to say goodbye.