Stærðfræðikennari frá Kaupmannahöfn í heimsókn

ST20

Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir

Sandra Thulstrup er stærðfræðikennari í 1.-9. bekk í Ingrid Jespersens Gymnasieskole í Kaupmannahöfn. Hún heimsótti okkur hér í Landakotsskóla nýlega til að vinna með nemendum og kennurum í stærðfræði og hélt einnig fyrirlestur um þemað „modeling in mathematics teaching from 1st - 9th grade “, en það var einmitt aðferðin sem nemendur og kennarar fengu að kynnast.

Heimsókn Söndru Thulstrup er liður í ERASMUS skólaverkefninu „Student voices, revitalizing the school system“ (Raddir nemenda: Nýju lífi blásið í menntakerfið) sem er samstarfsverkefni Landakotsskóla, Þjónustumiðstöðvar miðborgar, vesturbæjar og hlíða, Kvennaskólans auk Ingrid Jespersens Gymnasieskole í Kaupmannahöfn og Munkkiniemen yhteiskoulu í Helskinki.

14. maí 2019

Stærðfræðikeppni MR, þrír nemendur í 10 efstu sætunum

Stærðfræðiteymi LKS

30. apríl 2019

Teresa Ann Frigge, Kirill Zolotuskiy og Katla Ólafsdóttir nemendur í Landakotsskóla tóku þátt í stærðfræðikeppni grunnskóla í MR sem haldin var 5. mars sl. Þau náðu frábærum árangri og lentu öll í topp 10 sætunum. Alls tóku 13 nemendur Landakotsskóla þátt í keppninni en 330 nemendur kepptu alls í þremur þyngdarflokkum.

Stærðfræðikeppni grunnskólanna í MR er nú haldin á hverju ári. Tilgangur með þessari keppni er að auka samstarf við hverfisskólana og aðra grunnskóla og efla áhuga nemenda á stærðfræði en þessi keppni hefur fengið afar jákvæðar undirtektir og hefur hún skipað sér fastan sess í skólastarfinu.

Þemadagar

IMG 20190326 104947

2. apríl 2019
Í síðustu viku voru þemadagar í Landakotsskóla þar sem nemendur unnu með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni voru búin til sem sett  hafa verið upp um allan skólann. Fréttabréf var unnið í kjölfarið, með ljósmyndum og stuttum lýsingum á 13 mismunandi verkefnum sem hægt er að skoða hér á íslensku. In english

Landakotsskóli er UNESCO skóli og hefur þar með skuldbundið sig til að vinna með heimsmarkmiðin og halda upp á að minnsta kosti tvo alþjóðlega UNESCO daga. Á yfirstandandi skólaári var haldið lýðræðisþing með unglingadeildinni á Degi mannréttinda barna þann 20. nóvember. 21. febrúar var haldið upp á alþjóðlegan dag móðurmáls með umfjöllun um hvað væri móðurmál og unnu verkefni í kjölfarið sem hanga á hurðum bekkjanna. Með því að smella á myndina með fréttinni er hægt að skoða fleiri myndir frá þemadögunum.