Skólasetning/Orientation

15. ágúst 2019landakotskoli med

Skólasetning verður í matsal skólans fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendum er skipt upp sem hér segir:
5 ára, 1. bekkur: kl. 8:30
2. bekkur, 3. bekkur og 4. bekkur: kl. 9:30
5. bekkur, 6. bekkur og 7. bekkur: kl. 10:30
8. bekkur, 9. bekkur og 10. bekkur: kl. 11:30
Alþjóðadeild: kl. 13:30

Margrét Sigurðardóttir, umsjónarkennari fimm ára bekkjar mun bjóða foreldrum og nemendum upp á viðtalstíma þennan sama dag. Sama á við um umsjónarkennara nýrra nemenda skólans.
Við skólasetningu gefst foreldrum kostur á að hitta þá sérgreinakennara sem munu kenna hverjum bekk einnig umsjónarmann frístundar og umsjónarkennari sem mun í kjölfarið funda með foreldrum og bekknum.

Kennarar hafa pantað öll námsgögn sem nemendur í fimm ára bekk upp í 10. bekk þurfa. Því þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af slíku á næstu dögum.

Kennt verður samkvæmt stundaskrá föstudaginn 23. ágúst og hefst frístund fyrir 5 ára - 4. bekk þennan sama dag. Foreldrar í 1. - 4. bekk hafa flestir sent ósk um hvaða tónlistartilboð (fiðla, píanó, gítar, selló) nemendur kjósa. Ef þið eigið eftir að senda póst með ykkar óskum þá væri mikilvægt að fá slíkt sem fyrst og senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Klúbbastarf fyrir 5. - 7. bekk fer af stað 9. september og munum við afhenda valblöð við skólasetningu.

Í byrjun október eru foreldraviðtöl. Ef þið viljið hitta umsjónarkennara eða starfsmenn skólans fyrr skuluð þið ekki hika við að senda póst. Við hlökkum til að sjá ykkur og eiga spennandi og ánægjulegt samstarf á komandi vetri.

                                           Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri.

Orientation meeting will be on Thursday, August 22nd.
The orientation sessions will be divided as follows:
Five year olds and 1st grade at 8:30
2nd, 3rd and 4th grade at 9:30
5th, 6th and 7th grade at 10:30
8th, 9th and 10th grade at 11:30
The International department at 13:30

Margrét Sigurðardóttir, the home-room teacher of the five year olds will schedule interviews for parents during this same day. Other homeroom teachers of new students will do so as well, either during this first day or during the next days.

For orientation we will meet in the school's cantina where you will have the opportunity to meet me, Karítas who is in charge of the after school activities for 5 year old - 4th grade, as well as all the teachers who will be working with your child during the school year. After that parents and children will go to home rooms where the teacher will talk briefly with the class. This will take around one hour.
The first full day of school is Friday, August 23rd.
The afterschool activities for 5 years to 4th grade will start that same day. If you have not elected a music activity for your child (1st - 4th grade) please do so as soon as possible and send to Erna (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). If you do not have the options ask Erna to send them to you. In the coming days Karítas, the new after school leader, will provide more information on different activities and options in the afterschool program.

The after school clubs for 10 to 12 year olds will start in the week 3th - 7th of September. The options will be ready on the first day of school.
The school will now buy all school supplies so you do not need to worry about that.

In the beginning of October we have scheduled parent's interviews but if you have any questions or thoughts please send us an e-mail. We are very much looking forward to working with you this coming school year.

                                 Ingibjörg Jóhannsdóttir, principal.

Sumarfrí

21. júní 2019

útskrift 10b vor 2019 3
10. bekkur vorið 2019 sem kveður nú Landakotsskóla. 

Nú eru nemendur og flestir starfsmenn í Landakotsskóla komnir í sumarfrí. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 9:00 -17:00 þar til miðvikudaginn 28. júní og opnar á ný 6. ágúst. Skólasetning verður miðvikudaginn 22. ágúst.

Við hlökkum til að hitta ykkur á nýju skólaári. 

Gleðilegt sumar! 

Stjórnendur

Af öflugu skákstarfi í skólanum

27. maí 2019
Verdlaunahafar
Verðlaunahafar á skákmóti Landakotsskóla. Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir. 

Mikið hefur verið um að vera í skákstarfi Landakotsskóla í vetur. Fischer setrið á Selfossi var heimsótt í haust, skólalið Landakotsskóla náðu frábærum árangri á grunnskólamótum vetrarins, og þá bauð skólinn heim til Íslandsmóts grunnskólasveita í mars.
Skákstarfi vetrarins lauk með skólamóti á árvissum skákdegi Landakotsskóla þann 10. maí síðastliðinn. Mótið var nú haldið í þriðja sinn, og opið öllum nemendum skólans í 1.-10. bekk. Fleiri keppendur þátt en nokkru sinni áður eða áttatíu og tveir nemendur það er um þriðjungur nemenda við skólann. Þátttakendur hefðu verið enn fleiri ef ekki hefði þurft að takmarka þátttöku vegna plássleysis í matsalnum!
Tefldar voru 7 umferðir og tímamörk voru 10 mínútur. Nemendurnir tefldu 4 umferðir fyrir hádegi, og þegar hlé var gert á móti til að snæða hádegisverð voru enn 5 keppendur með fullt hús. Við upphaf 6. umferðar voru þó einungis 2 keppendur ósigraðir, og mættust þau á fyrsta borði, Ian úr 8. bekk með svart, og Iðunn úr 6. bekk með hvítt. Tók þá við afar spennandi skák sem Iðunn vann að lokum. Iðunn vann einnig síðustu skák dagsins og hampaði titlinum skákmeistari Landakotsskóla 2019 með fullt hús stiga eftir 7 umferðir og langan dag. Til hamingju, Iðunn!

Iðunn hlaut bikar til eignar, þá voru veittir verðlaunapeningar fyrir annað og þriðja sæti, sem og smærri peningar fyrir efstu keppendur í hverri bekkjardeild. Þá voru einnig veitt sérstök verðlaun fyrir góða taflmennsku og framúrskarandi þátttöku í skákstarfi skólans.

Helstu verðlaun hlutu:
Skákmeistari Landakotsskóla: Iðunn Helgadóttir
2.sæti: Krummi Margeirsson
3.sæti: Ian Valdimarsson
Sérverðlaun: Úlfur Þórólfsson

Ég vil sérstaklega þakka Hrafnkatli Einarssyni, Skáksambandi Íslands, sem og öllum öðrum er tóku höndum saman til að gera okkur kleift að halda þetta skemmtilega mót. Það var sérstaklega gleðilegt að sjá hve jákvæð samskiptin voru milli yngri og eldri nemenda skólans. Mótið hefur fest sig í sessi í skólastarfinu og við bindum vonir við að það verði haldið á hverju ári um ókomna tíð.

Micah Quinn
Skákkennari og þjálfari skólaliða Landakotsskóla.