Nemendur heimsækja sýningu í Perlunni

21. nóvember 2019

thumbnail IMG 3949

Nú á haustdögum heimsóttu nemendur 8.-10.bekkjar sýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni. Sýningin heitir Vatnið í náttúru Íslands og fjallar um eina mikilvægustu auðlind landsins, vatnið okkar dýrmæta og mikilvægi fyrir farsæla framtíð og búsetu í landinu. Sýningin nýtir tæknina til að veita nemendum og fróðleiksfúsum gestum nýstárlega innsýn í leyndardóma vatnsins og áhrif þess á lífríkið, bergið og náttúruna í heild. Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir frá heimsókninni. 

Ný starfsáætlun Landakotsskóla 2019-2020

16. nóvember 2019

starfsáætlun fyrir skólaárið 2019-2020 er komin á heimasíðu Landakotsskóla. Hún er undir liðnum Nám og kennsla á stikunni hér fyrir ofan. Endilega kynnið ykkur hana.

Samkvæmt 29. grein grunnskólalaga gerir skóli grein fyrir starfsemi sinni ár hvert í starfsáætlun en hún er hluti af skólanámskrá. Starfsáætlun er leiðarvísir skólastarfsins þar sem birtast upplýsingar um starfsemina en þær breytast frá ári til árs. Að vori er skólastarfið metið og umbótaáætlun gerð í kjölfarið. Niðurstöður matsins koma þá fram í nýrri áætlun til að sýna starfsfólki, foreldrum og öðrum sem málið varðar hvernig skólastarfið gekk á síðasta ári.

Nýtt í starfsáætlun Landakotsskóla 2019-2020:

 • Skjalavarsla Landakotsskóla á innra netinu – bls. 9-10
 • Skýrsla um innra mat Landakotsskóla fyrir árið 2018-2019 - bls. 38-52
 • Aðgangsstýring að Landakotsskóla - bls. 61-62
 • Viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn - bls. 62-63
 • Upplýsingamiðlun í daglegum samskiptum í Landakotsskóla og á milli heimila og skóla - bls. 63-64
 • Reglur um farsímanotkun og tölvunotkun – bls. 64-66
 • Stefna skólans í eineltismálum hefur verið endurgerð - bls. 65-81
 • Persónuverndarstefna – bls. 123-124
 • Ný umbótaáætlun Landakotsskóla 2019-2020 – bls. 114-116

Uppfært í starfsáætlun Landakotsskóla 2019-2020:

 • Starfslýsingar uppfærðar bls. 12-22
 • Stoðþjónusta endurbætt bls. 84-94
 • Umbætur gerðar samkvæmt áætlun Landakotsskóla 2018-2019 – bls. 111-113

Söngtextar fyrir samsöng

29. október 2019

Samsöngur nemenda á yngsta stigi í Landakotsskóla er einu sinni í viku á föstudögum kl. 8:30-9:10 og eru foreldrar/forráðamenn velkomnir. Nemendur læra ákveðna texta sem þau syngja í samsöng. Hér til hægri á vefsíðunni undir Tenglar má nálgast söngtextana sem nemendur læra.