Skákkeppni Landakotsskóla haldin í 5. sinn

Það var kapp í nemendum þegar skákþjálfararnir Leifur og Hrafnkell stóðu fyrir skákkeppni unglingastigs Landakotsskóla fimmta árið í röð nú á miðvikudaginn. Við kynnum úrslitin nú á föstudaginn, þegar verðlaunaafhending fer fram. Skákáhuginn í skólanum er okkur ánægjuefni.

Góð þátttaka var í skákkeppni Landakotsskóla

Landakotsskóli sigraði í stærðfræðikeppninni Pangeu 2021

Það var fulltrúi Landakotsskóla, Iðunn Helgadóttir, sem sigraði í úrslitum stærðfræðikeppninnar Pangeu 2021 í 8. bekk yfir allt Ísland.

Iðunn sigraði með yfirburðum en næstir á eftir henni voru Sólon Chanse Sigurðsson, Setbergsskóla, í 2. sæti, og Elvar Magnússon, Vatnsendaskóla í því þriðja. 

Við óskum Iðunni innilega til hamingju og erum að vonum afar stolt. 

Iðunn tekur við verðlaunum Pangeukeppninnar

Skóladagatal 2021-2022

Skóladagatalið fyrir næsta skólaár er nú tilbúið. Eins og þetta skólaár og það síðasta þá erum við með degi styttra vetrarfrí fyrir áramót og höfum skólaárið degi lengra og náum þannig fimm daga vetrarfríi eftir áramót. Einnig ákváðum við að hafa fjóra starfsdaga inn á skóladagatali í stað fimm og að síðasti dagur fyrir jól yrði þá föstudagurinn 17. desember í stað mánudagsins 19. desember. Skóladagatalið er lagt fyrir skólaráð til samþykktar og höfum við lagt okkur eftir því að hlusta eftir öllum sjónarmiðum og finna lendingu sem flestum líkar.