Aðgagngsstýring Landakotsskóla

Aðgangsstýring Landakotsskóla

Allar útihurðir eiga að vera læstar kl. 8:30 en opið er á tveimur stöðum; við inngang hjá yngri nemendum sem er við skrifstofu skólastjóra og inngang sem vísar að Hávallagötu og er við matsalinn. Þeir nemendur sem koma seint nýta annan hvorn þessara innganga. Foreldrar og aðrir aðstandendur sem sækja börn í frístund nota sömuleiðis þessa innganga. Í frímínútum opnar starfsfólk hurðir og tekur úr lás og skellir svo aftur í lás þegar frímínútum er lokið.

Ef annar háttur en venjulega er hafður á heimferð úr frístund þá þarf að láta vita með netpósti degi áður eða fyrir kl. 11 samdægurs (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., valgerdurThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Ef breytingar verða á plani með styttri fyrirvara er einnig hægt að hringja í síma í frístund (s. 893 0772).

Allt starfsfólk gengur með nafnspjöld og gestapassar verða fyrir utankomandi aðila og gestakennara.

Þegar utanaðkomandi aðili kemur inn í skólann er honum boðin aðstoð. Í sameiningu finna starfsmenn og aðilinn þann einstakling sem leitað er að. Úti pössum við upp á að vera í gulum vestum svo öllum sé ljóst að starfsmenn séu á svæðinu til að gæta barnanna.