Öskudagur

14. febrúar 2018

Upp er runninn öskudagur og þá gerum við okkur glaðan dag í Landakotsskóla!

Nemendur og kennarar héldu í KR heimilið í morgun í grímubúningum og skemmtu sér saman fram að hádegismat. Myndir frá ferðinni í KR heimilið má sjá hér. Við vonum svo að allir njóti vetrarfrísins og hlökkum til að hefja kennslu á ný á mánudagsmorgun.