Vesturbæjarbiskupinn og sigur stúlknasveitar Landakotsskóla

12. febrúar 2018

 l

Vesturbæjarbiskupinn, skákmót Vesturbæjar, var haldið í Hagaskóla þriðjudaginn 6. febrúar og hlaut Landakotsskóli sérstök þátttökuverðlaun þar en skólinn átti flesta nemendur á mótinu. Kira í 2. bekk vann einnig til bronsverðlauna í stúlknaflokki yngstu nemenda. Á meðfylgjandi mynd má sjá alla keppendur Landakotsskóla fagna farandbikarnum forláta sem Landakotsskóli fékk að launum. Til hamingju! 

Þá eru fleiri hamingjuóskir við hæfi því stúlknasveit Landakotsskóla, 6.-10.bekkur, vann 2. sæti á Íslandsmóti grunnskóla þarsíðustu helgi. Innilega til hamingju með frábæran árangur! Sveitina skipuðu Elsa í C hóp, Áróra í D hóp, Decca í 8.bekk og Iðunn í 5.bekk.