Hundrað daga hátíð!

7. febrúar 2018

Ótrúlegt en satt, en nú hafa börnin í 1.bekk verið heila 100 daga í grunnskóla.

Dagurinn var mjög skemmtilegur. Hann hófst með samsöng, en síðan lá leið 1. bekkinga um skólann með tilheyrandi hávaða. Fengu þau dynjandi lófaklapp hvar sem þau komu.

Þá unnu þau ýmis verkefni tengd tölunni 100. Foreldrar tóku svo þátt með því að telja 100 góðgæti heima til að taka með á sameiginlegt veisluborð í skólanum. Hér má sjá fleiri myndir frá þessum skemmtilega degi.