Lestrarhestar í 8.bekk

21. janúar 2018

IMG 0816

Nemendur áttunda bekkjar stóðu sig eins og hetjur í heimalestri fyrir jól og lásu samtals 39 bækur! Sumar hverjar eru hinir mestu doðrantar. Þau útbjuggu þessar fallegu bókahillur sem hafa að geyma upplýsingar um þær bækur sem þau lásu og hver las. Hillurnar eru fallega skreyttar, m.a. með klippimynd af Ópinu eftir Edvard Munch.