Hólfaskipting í Landakotsskóla

14. október 2020

logo lks 2

Næstu tvær til þrjár vikur munum við hólfaskipta skólanum í þrennt;

Gult svæði: fimm ára, 1. - 4. bekkur og 6. bekkur.

Bleikt svæði: 5. bekkur, 7. bekkur og B hópur og C hópur.

Grænt svæði: A og K hópur og 8. -10. bekkur og D1 og D2 hópar.

Þetta þýðir lítilsháttar breytingar á stundaskrá nemenda auk eftirfarandi breytinga:

  • Ekki verður matur fyrir bleika og græna svæði. Nemendur þurfa því að koma með morgunnesti, hádegisnesti og nesti f. frístund þar sem við á.
  • Ekki verður val á unglingastigi og engir klúbbar verða eftir kl. 14 á miðstigi þar sem nemendur blandast milli bekkja.
  • Nemendur þurfa að ganga inn um ákveðna innganga sem eru næstir þeirra heimastofum.
  • Nemendur munu ekki blandast milli hólfa í frímínútum.
  • Ekki verður sund eða íþróttir í KR.
  • Kennsla í sérgreinum mun riðlast og sumir fá meira af einu fagi og minna af öðru á meðan á þessu stendur.

Við erum að ganga skrefi lengra en leiðbeiningar sóttvarnarlæknis gera ráð fyrir með því að gera ekki ráð fyrir samgangi milli hólfa. Með þessu fyrirkomulagi vonumst við til þess að þurfa ekki að loka öllum skólanum og hefja fjarnám ef smit kemur upp. Við lítum svo á að með þessum aðgerðum séu börn og starfsmenn öruggari en ella.
                          Með góðum kveðjum,
                          Ingibjörg skólastjóri.