Sumarkveðja

3. júlí 2020

Skrifstofa skólans er nú lokuð en opnar á ný föstudaginn 7. ágúst. Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst.

Við sendum ykkur sumarkveðjur með upptökum úr tónmenntatímum hjá Nönnu og kór hjá þeim Nönnu og Kjartani ásamt fallegri sumarkveðjur frá A hóp!

Við hlökkum til að sjá ykkur í ágúst. 

Gleðilegt sumar! 

Stjórnendur

Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

24. júní 2020

Forritarar FramtíðarinnarSmall

Í vor sóttum við í Landakotsskóla um styrk til Forritara framtíðarinnar til að efla forritunarkennslu innan skólans. Okkur til mikillar gleði fengum við úthlutað tölvubúnaði; alls 15 notaðar borðvélar, skjáir, mýs og lyklaborð. Forritarar framtíðarinnar er sjóður sem stofnaður var 2014 með þann tilgang að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Hollvinir sjóðsins í ár eru RB, Landsbankinn, CCP, Össur, Íslandsbanki og Webmo design: https://forritarar.is/

Sjálfsmyndir í textíl

11. júní 2020

Nemendur í 9-10. bekk í textílvali máluðu sjálfsmynd og útfærðu hana síðan með frjálsum útsaum í textílverk. Hægt er að skoða hverja með því að smella á myndina.