Fréttasafn
Síðustu dagar skólastarfsins
Hvert sem litið er má sjá nemendur leggja lokahönd á vetrarstarfið sitt því þetta er eins og flest vita síðasta vika skólaársins.
Útskriftarferð í Skagafjörð
Í síðustu viku fóru nemenur í 10. bekk í útskriftarferð í Skagafjörð í skemmtigarðinum á Bakkaflöt. Meðal þess sem þau gerðu var að fara í river rafting, litabolta og þrautabraut en dagskráin var þétt í þriggja daga ferð. Allir komu heilir heim og ánægðir með ferðina.
Í morgun var haldið okkar eigið Kappsmál og 10. bekkur háði drengilega keppni í matsal skólans og í hópi áhorfenda voru nemendur í unglingadeild.
Vel klædd á ferðadegi skólans
Á morgun, miðvikudaginn 5. júní er ferðadagur hjá öllum nemendum skólans og er skólalok þann dag klukkan 16:00. Kennarar hafa skipulagt ferðir, bæði á stór- Reykjavíkursvæðinu og einnig fara nokkrir hópar í rútuferð, í Reykholt og í Hveragerði. Það er full ástæða til að börnin komi vel klædd því veðrið er okkur ekki hliðhollt.
Vorhátíð
Fimmtudaginn 6. júní er vorhátíðin í skólanum, þá gerum við okkur glaðan dag, hlaupum í kringum Tjörnina, förum í leiki og grillum pylsur. Skóladegi lýkur klukkan 13:00 þennan dag og þá tekur frístund við fyrir þá sem eru skráðir í hana.
Útskrift tíundu bekkja
Nemendur 10. bekkja skólans útskrifast fimmtudaginn 6. júní með hátíðlegri athöfn í Neskirkju klukkan fjögur síðdegis.
Skólaslit í 1. til 9. bekkjum
Formleg skólaslit eru í mötuneyti skólans og þangað mæta öll á neðangreindum tíma. Nemendur fara síðan í heimastofu ásamt kennara og foreldrum/forráðamönnum. Students start in the dining hall at the formal end of the schoolyear and go from there to their homerooms apart from 8th and 9th who will start in their homerooms.
5 ára og 1. bekkur mætir klukkan 8:30 - Nemendur fara svo í sína heimastofu með umsjónarkennara og fá umsagnir
1st, 2nd, and 3rd grade arrive at 9:00 – Then they go to their homeroom and get their report card
2. bekkur og 3. bekkur mæta klukkan 9:30 – Nemendur fara svo í sína heimastofu með umsjónarkennara og fá umsagnir
4th - 5th grade arrive at 10:15 and then they go to their homeroom and get their report card
4. bekkur og 7. bekkur mætir klukkan 10:45 - Nemendur fara svo í sína heimastofu með umsjónarkennara og fá umsagnir
6th -7th grade should arrive at 11:30. Then they go to their homeroom and get their report card
5.bekkur og 6. bekkur mæta klukkan 12:00 - Nemendur fara svo í sína heimastofu með umsjónarkennara og fá umsagnir
8th – 9th grade they will start in their homeroom, not the dining hall, at 12:15 and get their report card
8. bekkur og 9.bekkur mætir í sína heimastofu, ekki í matsal, klukkan 12:15 og fá umsagnir.
Skólasetning verður svo 21. ágúst næstkomandi en við þökkum fyrir veturinn og vonum að öll eigi gleðilegt sumar.