Myndlist í síðdegisvist

Nemendur í frístund eru í myndlist einu sinni í viku þar sem þeir hafa meðal annars fengið að kynnast vinnu með jarðleir. Kennari er Guðný Rúnarsdóttir og er verkefnið í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík.

IMG 9831

IMG 9858

IMG 9862

IMG 9879copy

Ljósmyndaverkefni

10. bekkur er nú í ljósmyndaverkefni hjá Vigfúsi Birgissyni þar sem þau kynnast því hvernig eigi að vinna með filmuvélar, framkalla og stækka í myrkraherbergi og skoða ljósmyndastúdíó. Hluti af verkefninu var einnig fyrirlestur sem Einar Falur Ingólfsson hélt fyrir 10. bekk um ljósmyndun.

Þemadagar

Undanfarna viku hafa staðið yfir þemadagar í 4. og 6. bekk. 4. bekkur hefur verið í hreyfimyndagerð undir stjórn Ragnheiðar Gestsdóttur og 6. bekkur hefur verið í Biophilia verkefni undir stjórn tónlistarmannsins Curver.