Frækinn árangur á Reykjavíkurmóti grunnskólasveita í skák

Reykjavíkurmót grunnskólasveita í skák

Í gær, mánudaginn 8. febrúar 2016, tók skáksveit Landakotsskóla þátt í feiknasterku Reykjavíkurmóti grunnskólasveita í skák. Alls tóku 33 lið þátt og er óhætt að fullyrða að velflest liðin búa að meiri reynslu en lið Landakotsskóla, en þetta er aðeins 2. mót sveitarinnar. Að þessu sinni tók 5 nemendur þátt og var því hægt að skipta reglulega inn á, sem kemur sér vel í löngu og ströngu móti sem þessu. Þau sem kepptu fyrir hönd skólans voru:

  • Henrik Nói Júlíusson Kemp, 6. b
  • Kirill Zolotuskiy, 6. b
  • Iðunn Helgadóttir, 3. b
  • Jóhannes Birglund Magnússon, alþjd. C/5
  • Decca Jóhannesdóttir, 6. b

Tefldar voru 7 umferðir með 10 mínútur í umhugsunartíma. Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur í baráttu við miklu stærri skóla. Þess ber að geta að liðsmenn Landakotsskóla voru einnig til algerrar fyrirmyndar í hegðun og aga. Þarna voru saman komin u.þ.b. 160-170 börn og aragrúi fullorðinna og aginn var ansi misjafn, en Landakotsskólabörnin voru ekkert að láta það á sig fá og voru skólanum til sóma. Allt í allt náði liðið 12 vinningum og hafnaði í 24. sæti. Framúrskarandi árangur hjá þessu unga og efnilega liði okkar!

Á myndasíðu Landakotsskóla getur að líta safn með myndum frá skákmótinu. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

 

1. bekkur fagnar 100 dögum í grunnskóla

  rsz 20160205 115026

Í dag, 5. febrúar 2016, hefur 1. bekkur náð þeim merkilega áfanga að hafa verið 100 daga í skólanum.

Haldið var upp á daginn með ýmsu skemmtilegu tengdu „100 þema“.

Fréttir úr Kátakoti

Kátakot

Kátakot, frístundin í Landakotsskóla er metnaðarfull frístund þar sem börnin fá að njóta sín í tónlist, myndlist, forritun, skák og kínversku svo eitthvað sé nefnt. Börnin okkar velja milli fiðlu, ukulele, hljómborðs og hljóðheima sem er tilraunir með hljóð (hljóðfæri). Einnig fáum við inn aðra aðila með t.d. tæknilegó og jóga. Við leggjum mikið upp úr því að börnin í frístundinni fái að leika sér frjálst og kynnast hvert öðru í leik. Okkur finnst mikilvægt að börnin fari eitthvað út á hverjum degi þar sem dagurinn er langur og gott að fá frískt loft og útrás á leikvellinum. Við erum 5 starfsmenn sem vinnum með börnin auk þeirra sem sjá um tónlist, myndlist, forritun, skák og kínversku. Boðið er uppá frístund frá 14:00 til 17:00.

Við erum: Erna, Fanney, Vilborg, Svetlana og Zita

Símanúmer frístundarinnar er 8930772

Hér getur að líta stundaskrá Kátakots.

 fristund15 16-page-001

Smellið á myndina til að stækka hana.