Aðalfundur foreldrafélagsins, 30. sept. kl. 17:30

landakotskoli large

Aðalfundur Foreldrafélags Landakotsskóla
verður haldinn miðvikudaginn 30. sepember 2015 kl. 17:30  
á Marina Hotel, Mýrargötu 2, 101 Reykjavík.

Dagskrá fundar:

  • Hefðbundin aðalfundarstörf
  • Skýrsla stjórnar og reikningar
  • Kosning stjórnar
  • Lagabreytingar
  • Önnur mál

Verið velkomin!

Landakotsskóli
Stjórn foreldrafélags

Forsöngur á föstudegi

5 ára deild, 1., 2., 3. og 4. bekkur mæta á sal á föstudagsmorgnum í samsöng með Nönnu og Kjartani. Virkilega skemmtileg stund sem allir hafa gagn og gaman af.
 
Síðasta föstudag,18. september 2015, var verið að æfa nýtt lag og heyrði Nanna að ungur drengur í 5 ára deild, hann Kári, kunnið lagið svo hún bað hann að standa upp og syngja — sem hann gerði með glæsibrag eins og sjá má á myndbandinu.
 

Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
 
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.

Hjálmar Freysteinsson samdi textann við lagið Vem kan segla.